Tillaga að uppbyggingu á svæðinu
Skipulagsráð Akureyrarbæjar kynnir skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 drög að tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Naust III, lóð minjasafns.
Tillagan gerir ráð fyrir að útbúnar verði 7 einbýlishúsalóðir ásamt 2 par- og 5 ráðhúsalóðum á svæðinu. Svæðið er skilgreint sem íbúðarbyggð í aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 (ÍB13) og er þetta beint framhald af uppbyggingu Naustahverfis. Fyrst um sinn verður skipulagið áfangaskipt í 2 hluta, þar sem að gamli bærinn Naust III, fær að vera þar til að Minjasafninu verður fundinn varanlegur staður á Akureyri.
Drögin má nálgast hér.
Eru áhugasamir hvattir til að kynna sér tillöguna og senda inn ábendingar í gegnum Skipulagsgátt.
Frestur til að senda inn ábendingar er til 12. september nk.