Litskrúðugur og fjörmikill öskudagur

Það var að venju mikið um dýrðir á Akureyri í gær þegar krakkar gengu á milli fyrirtækja og stofnana til að syngja fyrir nammi á öskudaginn. Veðrið var mjög gott og því fleiri á ferðinni en oft áður. 

Í Hrísey slógu börnin köttinn úr tunnunni við Hríseyjarbúðina og þar voru tunnudrottning og kattardrottning krýnd. Gengið var á milli fyrirtækja og sungið fyrir öskudagsnammi, og grunnskólabörnin fóru í öll hús eyjarinnar þar sem sungið var til að afla fjármuna í ferðasjóð nemenda.

Í Grímsey var öskudagshátíðarhöldum frestað fram á föstudag því þá er von á fleiri börnum heim sem eru annars í skóla í landi.

Hér fyrir neðan má skoða myndir bæði frá gærdeginum í Hrísey og á Akureyri. Smelltu á myndirnar til að sjá stærri útgáfur og fletta á milli þeirra.

Myndir frá Hrísey tók Ásrún Ýr Gestsdóttir en María H. Tryggvadóttir tók myndirnar á Akureyri.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan