Líflegar umræður ungmenna

Teikning: Rán Flygering.
Teikning: Rán Flygering.

Stórþing ungmenna 2019 var haldið föstudaginn 6. september à LÝSU - Rokkhátíð samtalsins. Þátttakendur voru rétt um 140 og komu úr öllum grunnskólum Akureyrar og báðum framhaldsskólunum.

Ungmennaráð Akureyrar setti saman spurningalista sem byggja á þeim áhersluatriðum sem helst brenna á ungmennum í dag. Meðal annars var rætt um umhverfismál, lækkun kosningaaldurs, fíkniefna- og orkudrykkjaneyslu og helstu vandamál sem ungmenni á Akureyri standa frammi fyrir nú um stundir.

Þátttakendum var skipt í vinnuhópa. Í hverjum hópi var umræðustjóri sem studdist við spurningarlista ungmennaráðs og ritari sem bar ábyrgð á að rita niður helstu punkta úr umræðunum við borðið.

Umræður voru líflegar og í lok þings tilkynnti fulltrúi af hverju borði hverjar helstu niðurstöður þeirra voru. Það var ákveðinn samhljómur á milli borða og komu upp ýmsar spurningar eins og hvernig þau geta haft áhrif á eigið nám og hvernig mismunað er á milli kynja í skólanum, íþróttum og tómstundum. Þá voru margir sem höfðu orð á því að það vanti fleiri ruslatunnur í bæinn. Málefni Hríseyjar komu einnig upp og var ungmennaráðsfulltrúa mikið niðri fyrir þegar kom að málefnum barna í Hrísey og sagði augljóslega gert upp á milli barna í sveitarfélaginu.

Rán Flygering listakona tók einnig þátt í þinginu og fangaði stemningu þess í máli og myndum. Hún setti niðurstöðurnar fram á myndrænan hátt sem varpað var upp á risatjald þegar farið var yfir niðurstöður þingsins.

Smellið á myndirnar að neðan til að sjá stærri útgáfur og fletta á milli þeirra.

     

    

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan