Mynd: Kristrún Hrafnsdóttir.
Akureyrarvaka verður haldin hátíðleg 26.-28. ágúst nk. og nú auglýsir Akureyrarbær eftir fjölbreyttum hugmyndum að spennandi dagskrá og viðburðum.
Þetta er tilvalið tækifæri fyrir skapandi einstaklinga og listafólk til að láta ljós sitt skína á Akureyrarvöku sem er eins konar afmælisveisla Akureyrarbæjar.
Góðum hugmyndum verður veittur stuðningur á bilinu 50.000 til 300.000 kr.
Sótt er um rafrænt í gegnum heimasvæði Akureyrarvöku á www.akureyrarvaka.is. Athugið að einungis er hægt að opna umsóknina með íslykli eða rafrænum skilríkjum.
Nánari upplýsingar veitir Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála í netfanginu almara@akureyri.is.
Umsóknarfrestur er til og með 5. ágúst 2022.