Jólatorg í miðbæ Akureyrar - opið fyrir umsóknir um sölupláss í jólahúsum

Frá Ráðhústorgi í lok nóvember 2023.
Frá Ráðhústorgi í lok nóvember 2023.

Sú nýbreytni verður tekin upp á aðventunni í ár að sérstakt Jólatorg með ýmsum jólalegum söluvarningi verður á Ráðhústorgi og verður það opnað formlega sunnudaginn 1. desember þegar ljósin á jólatrénu verða tendruð. Jólatorgið verður síðan opið tvær helgar í desember, 7.-8. og 14.-15. desember, frá kl. 13-17.

Hægt verður að leigja út alls átta sölupláss í fjórum skreyttum einingarhúsum sem munu prýða torgið. Akureyrarbær óskar nú eftir umsóknum frá einstaklingum, samtökum og/eða fyrirtækjum, sem hafa til sölu varning með skýra tengingu við jólahefðir landsmanna. Valið verður úr innsendum umsóknum.

Um er að ræða tvær stærðir af húsum og er leiguverðið 20.000 kr. á söluaðila fyrir hverja helgi í þriggja metra breiðu húsi og 25.000 kr. á söluaðila fyrir hverja helgi í fjögurra metra breiðu húsi. Gert er ráð fyrir að í flestum tilfellum ættu tveir söluaðilar að komast fyrir í einu húsi. Verðið miðast við einn söluaðila og eina helgi. Ekki er rukkað fyrir söluplássin 1. desember.

Áhugasamir sækja um pláss í gegnum þjónustugátt Akureyrarbæjar og er opið fyrir umsóknir til og með 6. nóvember nk. Hægt er að senda fyrirspurnir á netfangið info@visitakureyri.is.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan