Mikilvægt er að öllum umsóknum um leikskóla og umsóknum um flutning milli leikskóla verði skilað inn fyrir 1. febrúar nk. Umsóknum er skilað inn á rafrænu formi í þjónustugátt Akureyrarbæjar.
Aðalinnritun í leikskóla á Akureyri fyrir haustið 2022 fer fram í mars og apríl. Þá fá foreldrar nýrra nemenda send innritunarbréf frá leikskólunum í tölvupósti. Innritað er í hvern skóla eftir kennitölum væntanlegra nemenda. Þar sem fjöldi umsókna í hvern skóla ræður að stórum hluta aldurssamsetningu á deildum hvers skóla, verður ekki ljóst fyrr en eftir 1. febrúar hvaða leikskólar koma til með að innrita 12 mánaða gömul börn.
Haustið 2022 er gert ráð fyrir að innritunaraldur í leikskólana miðist við að væntanlegir nemendur hafi náð 12 mánaða aldri 31. ágúst 2022. Gert er ráð fyrir að foreldrum barna sem fædd eru í september 2021 og til loka ágúst 2022 verði boðið leikskólapláss fyrir börn sín að hausti 2023, þó með þeirri undantekningu að ef losna pláss fyrir yngsta aldurshóp nemenda yfir vetrarmánuðina verði innritun haldið áfram.
Foreldrum er bent á að kynna sér:
Upplýsingar um einstaka leikskóla
Preschools in Akureyri – booklet, a short introduction from each preschool