Rauðu línurnar sýna staðinn þar sem Háhlíð verður lokuð. Opið er til norðurs.
Sem fyrr er unnið hörðum höndum fegrun og endurbótum í bænum og nú er vinna hafin við lokaáfanga á framkvæmdum við gatnamót Höfðahlíðar og Háhlíðar. Upphækkuð gönguleið (hraðahindrun) yfir Háhlíðina verður hellulögð í dag og á morgun. Þetta þýðir að Háhlíðin er lokuð til suðurs í dag 22. júní og næstu tvo daga.
Mögulega verður hægt ljúka verkinu og malbika og opna götuna á morgun (föstudag) en líklegra er þó að það gerist á laugardaginn. Hjáleið verður eins og síðast, um Melgerðisásinn til norðurs.
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.