Hafnarstræti 73-75: Tillaga að breytingu á deiliskipulagi

Ásýndarmynd af húsaröðinni Hafnarstræti 67-77
Ásýndarmynd af húsaröðinni Hafnarstræti 67-77

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar.

Breytingin felur í sér að lóðirnar verði sameinaðar og verður heildarstærð lóðarinnar því 980 m2. Sú breyting er gerð að byggingar við Hafnarstræti 73-75 (nýbygging og núverandi bygging sem heimilt er að hækka) verða á 5 hæðum með risþaki í nr. 75 og valmaþaki í nr. 73 - þakhallar verði 25 - 45°. Mænir skal vera samsíða götu. Lengd kvista má mest vera 2/3 af lengd byggingar. Heimilt er að hafa þann hluta byggingar sem snýr til vesturs að brekku á baklóðinni með flötu þaki.

Tillöguuppdrátt má nálgast hér og hjá þjónustu- og skipulagssviði í Ráðhúsi Akureyrar frá 26. júní - 8. ágúst 2024.

Ábendingum þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram má skila á Skipulagsgátt, með tölvupósti á netfangið skipulag@akureyri.is eða bréfleiðis til þjónustu- og skipulagssviðs í Ráðhúsi Akureyrar, Geislagötu 9, 600 Akureyri.

Frestur til að skila inn athugasemdum er veittur til 8. ágúst 2024.

26. júní 2024.
Skipulagsfulltrúi

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan