Ásýndarmynd af húsaröðinni Hafnarstræti 67-77
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar.
Breytingin felur í sér að lóðirnar verði sameinaðar og verður heildarstærð lóðarinnar því 980 m2. Sú breyting er gerð að byggingar við Hafnarstræti 73-75 (nýbygging og núverandi bygging sem heimilt er að hækka) verða á 5 hæðum með risþaki í nr. 75 og valmaþaki í nr. 73 - þakhallar verði 25 - 45°. Mænir skal vera samsíða götu. Lengd kvista má mest vera 2/3 af lengd byggingar. Heimilt er að hafa þann hluta byggingar sem snýr til vesturs að brekku á baklóðinni með flötu þaki.
Tillöguuppdrátt má nálgast hér og hjá þjónustu- og skipulagssviði í Ráðhúsi Akureyrar frá 26. júní - 8. ágúst 2024.
Ábendingum þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram má skila á Skipulagsgátt, með tölvupósti á netfangið skipulag@akureyri.is eða bréfleiðis til þjónustu- og skipulagssviðs í Ráðhúsi Akureyrar, Geislagötu 9, 600 Akureyri.
Frestur til að skila inn athugasemdum er veittur til 8. ágúst 2024.
26. júní 2024.
Skipulagsfulltrúi