Gránufélagsgata 22-24 - Drög að tillögu að breytingu á deiliskipulagi suðurhluta Oddeyrar

Tillaga á vinnslustigi að breytingu deiliskipulags á suðurhluta Oddeyrar
Tillaga á vinnslustigi að breytingu deiliskipulags á suðurhluta Oddeyrar

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar kynnir hér með skv. 4.mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu á vinnslustigi að breytingu á deiliskipulagi suðurhluta Oddeyrar.

Skipulagstillagan á við um lóðirnar Gránufélagsgötu 22 og 24. Á lóð nr. 22 er gert ráð fyrir tveggja hæða einbýlishúsi og á lóð nr. 24 er gert ráð fyrir tveggja hæða fjölbýlishúsi með nýtanlegu risi og tveimur til fjórum íbúðum. Þá gerir tillagan janframt grein fyrir bílastæðum og aðkomuleiðum.

Skipulagsuppdrátt má nálgast hér.

Íbúar og hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér tillöguna og koma ábendingum á framfæri. Tillöguuppdrátt ásamt greinargerð má nálgast hjá þjónustu- og skipulagssviði í Ráðhúsi Akureyrar frá 21.júní - 7.júlí 2023. Tillagan verður einnig aðgengileg á heimasíðu bæjarins á sama tíma: www.akureyri.isneðst á forsíðu undir: Auglýstar skipulagstillögur.

Ábendingum þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram má skila með tölvupósti á netfangið skipulag@akureyri.is eða bréfleiðis til þjónustu- og skipulagssviðs í Ráðhúsi Akureyrar, Geislagötu 9, 600 Akureyri.

Frestur til að koma á framfæri ábendingum við tillöguna er til 7.júlí 2023.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan