Bæjarstjórn Akureyrarbæjar hefur þann 20.júní 2023 samþykkt tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 skv. 2.mgr. 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin felst í því að skógræktar- og landgræðslusvæði SL7 (Græni trefillinn) er stækkað um 8 ha sunnan við fyrirhugað Móahverfi. Samhliða minnkar óbyggt svæði um sama flatarmál. Eftir breytinguna verður Græni trefillinn 708 ha að flatarmáli.
Sjá hér.
Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar.
Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu bæjarstjórnar geta snúið sér til þjónustu- og skipulagssviðs Akureyrarbæjar í Ráðhúsi eða sent fyrirspurn á netfangið skipulag@akureyri.is.