Mynd af heimasíðu Norðurorku.
Vegna gjaldskrárbreytinga á vatns- og fráveitugjöldum hjá Norðurorku, verða greiðendur fasteignagjalda varir við hækkun á tveimur síðustu gjalddögum ársins, þ.e.a.s. í ágúst og september, en vatns- og fráveitugjöld eru sem kunnugt er innheimt með fasteignagjöldum.
Yfirleitt er ekki um háar upphæðir að ræða en algeng hækkun fyrir íbúðarhúsnæði er á bilinu eitt til þrjú þúsund krónur sem skiptist á þessa tvo síðustu gjalddaga ársins. Send hefur verið rafræn tilkynning um gjaldskrárbreytinguna til greiðenda á vefnum island.is.
Sjá nánar í frétt á heimasíðu Norðurorku.