Gildistaka deiliskipulagsbreytinga, orlofsbyggð norðan Kjarnalundar og Kjarnaskógur og Hamrar

Breyting á deiliskipulagi Kjarnaskógar og Hamra.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 17. maí 2016 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Kjarnaskóg og Hamra.
Breytingin felur m.a. í sér breytingu á bílastæðum við útivistarflötina Kjarnatún, byggingarreit fyrir salernisbyggingu ásamt breytingum á stígum í Kjarnaskógi.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi.

Breyting á deiliskipulagi orlofsbyggðar norðan Kjarnalundar.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 17. maí 2016 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir orlofsbyggð norðan Kjarnalundar.
Breytingin felur í sér að rotþró fyrir lóð nr. 2 verður sunnan svæðisins í stað þess að vera neðan við svæðið.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi.

F.h. Akureyrarkaupstaðar, 18. maí 2016,

Anna Bragadóttir, verkefnastjóri skipulagsmála.

B deild - Útgáfud.: 1. júní 2016

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan