Gildistaka deiliskipulagsbreytinga, Drottningarbrautarreitur, Innbærinn og Hagahverfi

Breyting á deiliskipulagi Drottningarbrautarreits.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar samþykkti þann 7. júní 2016 deiliskipulagsbreytingu fyrir Drottningarbrautarreit.
Breytingin nær til Hafnarstrætis 80 og aðliggjandi gatna og felur m.a. í sér að á lóðinni hækkar nýtingarhlutfallið úr 1,80 í 2,02 og er hótelherbergjum fjölgað. Ekki er gerð krafa um bílakjallara en 20 bílastæði skulu vera innan lóðar. Breytingar eru gerðar á aðliggjandi götum og bílastæðum.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi.

Breyting á deiliskipulagi Innbæjarins.
Bæjarráð Akureyrarkaupstaðar samþykkti þann 7. júlí 2016 deiliskipulagsbreytingu fyrir Innbæinn.
Breytingin felur í sér að á lóð Aðalstrætis 4 eru heimilaðar 3 hótelíbúðir.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi.

Breyting á deiliskipulagi Hagahverfis.
Bæjarráð Akureyrarkaupstaðar samþykkti þann 7. júlí 2016 deiliskipulagsbreytingu fyrir Hagahverfi vegna Nonnahaga 2.
Breytingin felur í sér að lóð nr. 2 við Nonnahaga og byggingarreitur lóðarinnar stækka lítillega til suðurs.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi.

 F.h. Akureyrarkaupstaðar, 8. júlí 2016,

Anna Bragadóttir, verkefnastjóri skipulagsmála.

B deild - Útgáfud.: 8. júlí 2016



Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan