Gildistaka deiliskipulagsbreytinga, Davíðshagi 10, Lækjargata 9a og Aðalstræti 19

Bæjarstjórn Akureyrarkaustaðar samþykkti þann 4. apríl 2017 þrjár breytingar á deiliskipulagi:

Breyting á deiliskipulagi Hagahverfis, Davíðshagi 10.
Breytingin felur m.a. í sér að á lóð nr. 10 við Davíðshaga hækkar hámarkshæð úr 11,1 m í 12,05 m, hámarksvegghæð úr 10,3 m í 11,35 m og nýtingarhlutfall úr 0,80 í 0,93. Stigahús og svalir mega fara út fyrir byggingarreit.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi.

Breyting á deiliskipulagi Innbæjarins, Lækjargata 9a.
Breytingin felur í sér að lóð nr. 9a við Lækjargötu er stækkuð úr 236 m² í 354 m².

Breyting á deiliskipulagi Innbæjarins, Aðalstræti 19.
Breytingin felur í sér að á lóð nr. 19 við Aðalstræti er gerður byggingarreitur fyrir 40 m² bílskúr.

Deiliskipulagstillögurnar hafa hlotið meðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast þær þegar gildi.

F.h. Akureyrarkaupstaðar, 5. apríl 2017,

Anna Bragadóttir, verkefnastjóri skipulagsmála.

B deild - Útgáfud.: 6. apríl 2017

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan