Fyrsti fundur nýrrar ríkisstjórnar haldinn á Akureyri

Ný ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs kom saman til fyrsta fundar í dag, þriðjudaginn 12. maí. Fundurinn er haldinn á Akureyri og að sögn þeirra sem gerst þekkja til og lengst muna í þessum efnum, er það í fyrsta sinn sem almennur ríkisstjórnarfundur er haldinn utan Reykjavíkur. Fundir hafa áður verið haldnir á hátíðarstundum á Þingvöllum, en ekki annars staðar á landinu.

Með staðarvalinu vill ríkisstjórnin undirstrika að hún er ekki bara stjórn þeirra sem á höfuðborgarsvæðinu búa, heldur landsins alls. Ekki er útilokað að fleiri fundir en þessi verði haldnir utan Reykjavíkur þegar fram líða tímar.

Fundur ríkisstjórnarinnar hófst kl.12 í Ráðhúsinu á Akureyri, Geislagötu 9. Að honum loknum sitja forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar fyrir svörum blaðamanna í Háskólanum á Akureyri, Sólborg, stofu L - 201 kl. 14.30.

Auk þess að sitja ríkisstjórnarfund munu ráðherrar hinnar nýju ríkisstjórnar nota tækifærið og hitta heimamenn að máli um fjölmargt sem á þeim brennur.

Myndirnar að neðan voru teknar rétt fyrir hádegi í dag þegar ríkisstjórnin kom til fundarins í Ráðhúsinu á Akureyri.

RikisstjornAk12mai09_2

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, og Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, fyrir utan Ráðhúsið á Akureyri.

RikisstjornAk12mai09_1

Kristján L. Möller, samgönguráðherra, í sjónvarpsviðtali fyrir fundinn.

RikisstjornAk12mai09_5

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, og Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, ræða málin.

RikisstjornAk12mai09_4

Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra, og Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra.

RikisstjornAk12mai09_6

Gylfi Magnússon, efnahagsmálaráðherra, Jón Bjarnason, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, og Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan