Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki vegna Akureyrarvöku 2024

Samflétta, samvinnuverkefni tveggja dansara og sellóleikara var eitt þeirra verkefna sem hlaut styrk…
Samflétta, samvinnuverkefni tveggja dansara og sellóleikara var eitt þeirra verkefna sem hlaut styrk á Akureyrarvöku árið 2023. Auður Eva Jónsdóttir spilaði á selló og dansarar voru þær Arna Sif Þorgeirsdóttir og Yuliana Palacios. Ljósmynd: Andrés Rein Baldursson, 2023.

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki vegna Akureyrarvöku 2024.

Óskað er eftir hugmyndum að spennandi dagskrárliðum og viðburðum fyrir hátíðina. Hér er komið tilvalið tækfæri fyrir skapandi einstaklinga og listafólk til að láta ljós sitt skína og gera Akureyrarvökuhelgina sem skemmtilegasta.

Styrkfjárhæðir verða á bilinu 50.000 - 300.000 kr.

Einnig er hægt að senda inn viðburði sem ekki þurfa stuðning en verða undir dagskrá og merkjum Akureyrarvöku.

Umsóknarfrestur fyrir styrki er til og með 30. júní 2024.

Sótt er um í gegnum þjónustugátt Akureyrarbæjar. Frekari upplýsingar og tengill á umsóknareyðublaðið er að finna á www.Akureyrarvaka.is.

Einnig er hægt að fá nánari upplýsingar hjá verkefnastjóra menningarmála með því að senda tölvupóst á elisabet.ogn.johannsdottir@akureyri.is.

Akureyrarvaka er haldin árlega sem næst afmæli Akureyrarbæjar og að þessu sinni helgina 30. ágúst – 1. september.