Barnamenningarhátíðin er hafin

Barnamenningarhátíð hefst í dag kl. 13 þegar börn frá elstu deildum leikskólanna á Akureyrarsvæðinu stíga á svið í Hofi ásamt nemendum úr Tónlistaskólanum á Akureyri og saman flytja þau lög eftir Braga Valdimar Skúlason. Seinni hópurinn stígur á svið kl. 14.30.

Í dag opnar einnig sýningin „Ævintýraglugginn – köttur úti í mýri“ í Glugganum í Hafnarstræti 88. Þar verður nostalgían við völd. Leikföng frá fyrri tíð og ýmislegt sem tengist hugðarefnum barna og unglinga prýða gluggann í skemmtilegri uppstillingu.

Fyrri sýning á verkum nemenda í Síðuskóla og Naustaskóla verður opnuð í Listasafninu á Akureyri. Aðgangseyrir er inn á safnið en frítt fyrir 18 ára og yngri.

Þema hátíðarinnar í ár er fjölskyldusamvera og er fólk hvatt til að kynna sér viðburðadagatal hátíðarinnar á barnamenning.is en þar er að finna yfir 40 viðburði við allra hæfi.

Barnamenningarhátíð á Akureyri lýkur formlega 28. apríl nk.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan