Fræðsla í Vinnuskólanum

Fræðsla í Vinnuskólanum.
Fræðsla í Vinnuskólanum.

Ár hvert skipuleggja forvarna- og félagsmálaráðgjafar Akureyrarbæjar fræðslu fyrir ungmenni Vinnuskólans. Fræðslan er hluti af menntahlutverki Vinnuskólans og mikilvægur hluti af fjölbreyttri upplifun ungmennanna.

14 ára ungmenni fara í Sjávarútvegsskólann. Skólinn er samvinnuverkefni Háskólans á Akureyri, sveitarfélaga og sjávarútvegsfyrirtækja á Norður- og Austurlandi. Sjávarútvegsskólinn heldur áfram út júlí.

15 og 16 ára ungmenni fengu fjölbreytta fræðslu um ýmislegt tengt fyrstu skrefum á vinnumarkaði, réttindum og skyldum ásamt því hvernig þau geta verið góður samstarfsaðili og starfskraftur. Nærumhverfið á Akureyri hefur reynst Vinnuskólanum vel og aðilar sem lögðu sitt af mörkum voru til dæmis forvarnarfulltrúar lögreglunnar, forvarna- og félagsmálaráðgjafar bæjarins, Eining-Iðja, Grófin, Rauði krossinn, Vistorka, Sjálfsrækt, Vinnumálastofnun. Allt framlag til fræðslunnar var afar nytsamlegt og miðað að aldri og stöðu ungmennanna í samfélaginu.

Allir sem tóku þátt í fræðslunni í sumar fá bestu þakkir og ekki síst unglingarnir sjálfir sem voru jákvæðir og til fyrirmyndar.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan