Forsetakosningar 2024 – kjörskrá

Kjörskrá er aðgengileg í Ráðhúsi bæjarins.
Kjörskrá er aðgengileg í Ráðhúsi bæjarins.

Forsetakosningar fara fram 1. júní næstkomandi. Kjörskrá Akureyrarbæjar liggur frammi til sýnis í þjónustuveri bæjarins í Ráðhúsi að Geislagötu 9, á skrifstofu Akureyrarbæjar í Hrísey og í búðinni í Grímsey á venjulegum opnunartíma frá 13. maí og fram að kjördegi.

Kjörskráin miðast við heimilisfang hjá Þjóðskrá 24. apríl 2024.

Einnig er bent á vefinn kosning.is en þar er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar um forsetakosningarnar og meðal annars hægt að fletta því upp hvort og þá hvar einstaklingar eru á kjörskrá.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan