Fjöldi verkefna styrktur á Barnamenningarhátíð

Ópera fyrir leikskólabörn er eitt af styrktum verkefnum hátíðarinnar 2022.
Ópera fyrir leikskólabörn er eitt af styrktum verkefnum hátíðarinnar 2022.

Bæjarráð hefur úthlutað styrkjum til fjölbreyttra verkefna í tengslum við Barnamenningarhátíð á Akureyri. Alls hlaut 21 verkefni brautargengi.

Allur aprílmánuður verður helgaður hátíðinni og eru einstaklingar, hópar, fyrirtæki og stofnanir hvött til almennrar þátttöku. Áhugasömum er bent á nánari upplýsingar á barnamenning.is. Opið er fyrir umsóknir um almenna þátttöku í Barnamenningarhátíð á Akureyri til og með 27. mars.

Styrkt verkefni hátíðarinnar í ár eru:

  • ÉG / Innflytjendaráð á Akureyri og nágrenni
  • Ópera fyrir leikskólabörn / Alexandra Chernyshova
  • Fígúrusmiðja / Amtsbókasafnið á Akureyri
  • Spunaspil með borðspilahönnuði / Amtsbókasafnið á Akureyri
  • Akureyri, bærinn minn / Leikskólinn Kiðagil
  • Barnaleikir þá og nú / Heilsuvernd Hjúkrunarheimili
  • Ratleikur eftir lokun á Amtsbókasafninu / Amtsbókasafnið á Akureyri
  • Tónleikar Brenndu bananana / Brenndu bananarnir
  • Gluggamálun - listasýning fyrir alla / Amtsbókasafnið á Akureyri
  • Hæfileikakeppni Akureyrar / Félagsmiðstöðvar Akureyrar
  • Dýragarðurinn – Barnatónleikar / Blásarasveitir Tónlistarskólans á Akureyri
  • Komdu með í Karókí / Kókó & Jókó
  • Menningarsögusmiðjur Minjasafnsins / Minjasafnið á Akureyri
  • Braggaparkið - Opnir Dagar, Diskó Stemning í Skálinni og Sandpappírs Hönnunarkeppni / Eiki Helgason ehf
  • Í augum barnsins / Leikskólinn Hulduheimar
  • Hljóð og mynd - Tónlistarleiðsögn fyrir fjölskyldur í Listasafninu á Akureyri / Listasafnið á Akureyri
  • Skapandi börn og bækur / Leikskólinn Iðavöllur
  • Raftónlistarsmiðja / Stefán Elí Hauksson
  • Sumartónar 2022 / Ungmennaráð Akureyrar og Menningarhúsið Hof
  • Myndlistarverkstæði 2022 / Gilfélagið
  • Ég sjálf/ur - Sjálfsmyndir barna á leikskólaaldri / Leikskólinn Tröllaborgir

Verkefnin verða nánar kynnt síðar.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan