Ertu á aldrinum 16-20 ára og langar að eignast vini á Norðurlöndunum?

Svipmyndir frá fyrri vinabæjarmótum.
Svipmyndir frá fyrri vinabæjarmótum.

Norrænt vinabæjamót ungmenna verður haldið í Randers í Danmörku dagana 1. - 5. júlí í sumar. Þar kemur saman ungt fólk frá Akureyri, Ålesund í Noregi, Lahti í Finnlandi og Västerås í Svíþjóð ásamt heimafólki í Randers. 

Á mótinu gefst gott tækifæri til að kynnast krökkum frá hinum Norðurlöndunum í leik og starfi. Unnið verður í smiðjum að fjölbreyttum verkefnum og farið í skoðunar- og fræðsluferðir. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um menningu og sjálfbær samfélög er grunnþema mótsins að þessu sinni.

Sautján ungmennum frá Akureyri býðst að taka þátt í mótinu, nýta hæfileika sína og prófa eitthvað nýtt. Þátttaka á vinabæjarmótinu felur í sér að:

  • kynna Akureyri og vera góður fulltrúi Akureyrarbæjar
  • vera virkur þátttakandi í verkefnum mótsins
  • kynnast og tengjast ungu fólki frá hinum vinabæjunum í áfengis- og vímuefnalausu umhverfi

Ferðadagar verða 30. júní og 6. júlí. Kostnaður þátttakenda er 25.000 fyrir ferðir til og frá Akureyri og þeir greiða sjálfir fyrir mat á ferðalaginu. Öll þátttaka í mótinu sjálfu þar með talinn matur og gisting, er þátttakendum að kostnaðarlausu.

Nánari upplýsingar veitir Ester Ósk Árnadóttir hjá félagsmiðstöðvum Akureyrarbæjar. Netfang esterosk@akureyri.is eða í síma 460 1241.

Umsóknarfrestur er til fimmtudagsins 2. maí 2024 en sótt er um í þjónustugátt Akureyrarbæjar á www.akureyri.is.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan