Deiliskipulagsbreytingar - niðurstaða bæjarstjórnar, hreinsistöð fráveitu og Glerárvirkjun II, stöðvarhús

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 2. maí 2017 samþykkt deiliskipulagsbreytingar í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sandgerðisbót – Óseyri 33, hreinsistöð

Svæðið sem breytingum tekur nær til lóðar fyrir hreinsistöð fráveitu sem er nr. 33 við Óseyri. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir stækkun lóðar og breytingum á byggingarreitum. Göngustígur innan lóðarinnar meðfram grjótgarði er felldur niður.

Tillagan var auglýst frá 24. febrúar til 7. apríl 2017. Athugasemdir bárust sem leiddu til þeirrar breytingar að óheimilt er að girða af athafnasvæði nær grjótvarnargarði en sem nemur einum metra.

Glerárvirkun II - stöðvarhús

Skipulagssvæðið sem breytingum tekur nær til stöðvarhúss Glerárvirkjunar II og umhverfi þess í Réttarhvammi. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir stækkun stöðvarhúss og bílastæðis auk þess sem breyting er gerð á göngustígum.

Tillagan var auglýst frá 8. mars til 19. apríl 2017. Athugasemdir bárust sem leiddu til þeirrar breytingar að byggingarmagn eykst úr 150 m2 í 160 m2. Einnig voru settir skilmálar um yfirfalls-, tæmingar- og yfirborðsvatn frá neysluvatnstönkum skuli eiga greiða leið gegnum svæðið út í Glerá.

Deiliskipulagstillögurnar hafa verið sendar til Skipulagsstofnunar og taka þær gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.

Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillögurnar og niðurstöðu bæjarstjórnar, geta snúið sér til skipulagssviðs, Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð.

10. maí 2017

Sviðsstjóri skipulagssviðs

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan