Deiliskipulagsbreyting á Drottningarbrautarreit, niðurstaða bæjarstjórnar

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 15. mars 2016 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Miðbæ - Drottningarbrautarreit í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Með deiliskipulagsbreytingunni eykst hámarksfjöldi íbúða á lóðum 2-4, 6-8 og 10-12 við Austurbrú úr 12 í 16 í hverju húsi. Leyfður verður svalagangur á norðurhlið húsanna og lágmarksfjöldi bílastæða í bílgeymslum lækkar úr 20 í 16.

Tillagan var auglýst frá 22. desember 2015 til 3. febrúar 2016. Ein athugasemd barst sem leiddi ekki til breytinga á skipulaginu.

Deiliskipulagið hefur verið sent Skipulagsstofnun og tekur það gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.

Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu bæjarstjórnar, geta snúið sér til skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð.

Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan