Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 21. janúar 2014 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir akstursíþrótta- og skotsvæði
á Glerárdal í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagssvæðið afmarkast af Hlíðarfjallsvegi í norðri, opnu svæði í austri, Glerá í suðri og fjallskilagirðingu í
vestri.
Deiliskipulagið felur m.a. í sér að skipulagsmörkum er breytt og stækkar skipulagssvæðið til vesturs.
Tillagan var auglýst frá 13. nóvember til 27. desember 2013. Alls bárust 9 athugasemdir sem hlotið hafa viðeigandi umfjöllun.
Deiliskipulagið hefur verið sent Skipulagsstofnun og tekur það gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.
Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu bæjarstjórnar, geta snúið sér til skipulagsdeildar,
Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð.
29. janúar 2014
Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar