Deiliskipulag Norður-Brekku, neðri hluta, niðurstaða bæjarstjórnar

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 2. júní 2015 samþykkt deiliskipulag Norður-Brekku, neðri hluta, í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagssvæðið afmarkast af Þórunnarstræti í vestri, Glerárgötu í norðri, Klapparstíg, Brekkugötu, Krákustíg og Oddeyrargötu í austri og Þingvallastræti í suðri.

Í deiliskipulaginu felst m.a. að fjórar nýjar byggingarlóðir eru skipulagðar auk þess sem byggingarreitir eru afmarkaðir á öllum lóðum. Bílastæði eru skilgreind ásamt gönguleiðum og útivistarsvæðum.

Tillagan var auglýst frá 11. febrúar til 25. mars 2015. Athugasemdir bárust sem leiddu til breytinga á skipulaginu. Byggingarreitir voru lagfærðir í Lögbergsgötu 9 og Þingvallastræti 10, bætt var við bílastæðum í Lögbergsgötu og innan lóðar Oddeyrargötu 36. Deiliskipulagið hefur verið sent Skipulagsstofnun og tekur það gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.

Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu bæjarstjórnar, geta snúið sér til skipulagsdeildar, Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð.

10. júní 2015

Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan