Deiliskipulag miðbæjar, Drottningarbrautarreitur - niðurstaða bæjarstjórnar

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 7. júní 2016 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Drottningarbrautarreit í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagssvæðið sem breytinum tekur nær til lóðar Hafnarstrætis 80, þar sem gert er ráð fyrir hóteli, og aðliggjandi gatna. Í breytingunni felst að hótelherbergjum fjölgar úr 100 í 150 og að felld verði niður krafa um bílastæðakjallara á lóðinni. Á 1. hæð verður verslun og þjónusta ótengd hótelrekstri.

Tillagan var auglýst frá 27. janúar til 9. mars 2016. Fjórar athugasemdir bárust sem leiddu til breytinga á skipulaginu. Breytingar frá auglýstri tillögu er m.a. að gerð er krafa um 1 bílastæði á hverja 75 byggða fermetra, þar af skal koma fyrir að lágmarki 20 bílastæðum innan lóðar. Byggingarreitur fyrir 2 ½ hæð stækkar á kostnað byggingarreits fyrir 1 hæð.

Deiliskipulagið hefur verið sent Skipulagsstofnun og tekur það gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.

Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu bæjarstjórnar, geta snúið sér til skipulagsdeildar, Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð.

15. júní 2016

Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan