Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 18. mars 2014 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Miðbæinn - Glerárgötu 3, 5 & 7 í
samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagssvæðið afmarkast af Glerárgötu í austri, Gránufélagsgötu í norðri, Geislagötu í vestri og húsum við
Glérárgötu 1 og 3b að sunnanverðu.
Tillagan gerir ráð fyrir sameiningu lóða 3, 5 og 7 við Glerárgötu.
Tillagan var auglýst frá frá 8. janúar til 19. febrúar 2014. Ein athugasemd barst sem leidd ekki til breytinga á skipulaginu.
Deiliskipulagið hefur verið sent Skipulagsstofnun og tekur það gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.
Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu bæjarstjórnar, geta snúið sér til skipulagsdeildar
Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð.
20. mars 2014
Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar