Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 4. febrúar 2014 samþykkt deiliskipulag fyrir Hlíðarfjall í samræmi við 3. mgr. 41. gr.
skipulagslaga nr. 123/2010.
Í deiliskipulaginu er m.a. gert ráð fyrir nýjum skíðalyftum, þjónustumiðstöð, gistiskálum og hótelum. Nýjar
skíðaleiðir eru skilgreindar og gert ráð fyrir nýju vatnssöfnunarlóni til snjóframleiðslu.
Tillagan var auglýst frá 11. desember til 22. janúar 2014. Athugasemdir bárust sem hafa verið teknar til umfjöllunar og skipulaginu breytt í samræmi
við umsögn Veðurstofunnar.
Deiliskipulagið hefur verið sent Skipulagsstofnun og tekur það gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.
Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu bæjarstjórnar, geta snúið sér til skipulagsdeildar,
Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð.
12. febrúar 2014
Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar