Breyting á deiliskipulagi Rangárvalla, Akureyri - Lóð nr. 6 stofnuð á ný.

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar kynnir hér með skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Rangárvelli, Akureyri - Breytingin felur í sér að lóð nr. 6 verði stofnuð á ný.

Deiliskipulagsbreytingin felur í sér að, 4029 m2, lóð nr. 6 í botnlanga Rangárvalla verði stofnuð á ný. Fyrirhuguð bygging á svæðinu verður að hámarki 2000 m2 að stærð og mesta þakhæð verður 9 m. Nýtingarhlutfall lóðarinnar verður 0,5. Fyrirhuguð starfsemi á lóðinni felur ekki í sér aukna hljóð-, loft- eða vatnsmengun.

Tillöguuppdrætti má nálgast hjá þjónustu- og skipulagssviði í Ráðhúsi Akureyrar frá 5. júní - 18. júlí 2024, á heimasíðu bæjarins á sama tíma: www.akureyri.isneðst á forsíðu undir: Auglýstar skipulagstillögur og á skipulagsgatt.is undir málsnúmeri : 706/2024.

Ábendingum þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram má skila með tölvupósti á netfangið skipulag@akureyri.is eða bréfleiðis til þjónustu- og skipulagssviðs í Ráðhúsi Akureyrar, Geislagötu 9, 600 Akureyri.

Tillaga að breyting á deiliskipulagi Rangárvalla, Akureyri - Rangárvellir 6 (pdf).

Frestur til að koma á framfæri ábendingum við tillöguna er til 18. júlí 2024.

5. júní 2024
Skipulagsfulltrúi

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan