Breyting á deiliskipulagi fyrir Kjarnagötu 55-57, Akureyri

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Hagahverfi – Naustahverfi 3. áfanga

Skipulagssvæðið afmarkast af lóðum Kjarnagötu 55 og 57. Tillagan gerir ráð fyrir að byggingarreitur Kjarnagötu 55 stækki lítillega og bygging lækki úr 7 hæðum í 6 hæðir, byggingarreitur Kjarnagötu 57 hliðrist lítillega og við bætist inndregin 4. hæð byggingar ásamt því að gólfkóti hækki um 0,5 m. Þá gerir tillagan ráð fyrir að nýtingarhlutfall bílgeymslu hækki úr 0,28 í 0,35 og lágmarks lofthæð bílgeymslu lækki um 0,2 m, ásamt því að tvö bílastæði meðfram Kjarnagötu verði skilgreind fyrir hreyfihamlaða og lóðarhluti meðfram Geirþrúðarhaga stækki lítillega til að koma fyrir bílastæði fyrir hreyfihamlaða.

Skipulagstillöguna má nálgast hér. Tillagan verður auk þess aðgengileg á 1. hæð í Ráðhúsi Akureyrarbæjar frá 26. janúar til 14. mars 2022.
Hægt er að skila inn athugasemdum og ábendingum um skipulagstillöguna á netfangið skipulag@akureyri.is eða bréfleiðis á Skipulagsdeild, Ráðhúsi, Geislagötu 9, 600 Akureyri, til 14. mars 2022.

Athugasemdir teljast til opinberra gagna. Vakin er athygli á því að nöfn þeirra sem senda inn athugasemdir koma fram í fundargerðum skipulagsráðs sem birtar eru á heimasíðu Akureyrarbæjar. Persónuupplýsingar sem fylgja athugasemdum við skipulag, s.s. kennitala, nafn og netfang eru aðeins nýttar í þeim tilgangi að vinna úr athugasemdum og auðkenna sendanda. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hjá Akureyrarbæ hér.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan