Nú er hægt að bóka símtal og viðtal hjá skipulagsfulltrúa, byggingarfulltrúi og starfsfólki í skipulags- og byggingarmálum, í gegnum heimasíðu Akureyrarbæjar. Tímabókunarhnappinn má finna á forsíðu Akureyri.is.
Starfsfólk í skipulags- og byggingarmálum veitir almenna ráðgjöf vegna skipulags- og byggingarmála, hefur umsjón með leyfisveitingum fyrir heimagistingu, veitingaleyfum, viðburðum og götulokunum.
Það ber ennfremur ábyrgð á aðalskipulagi, deiliskipulagi og grenndarkynningum, sinnir byggingareftirliti, úttektum, gefur út byggingarleyfi, yfirfer sérteikningar, skráir byggingarstig húsa, yfirfer teikningar, sér um lóðaleigusamninga, eignaskiptasamninga, fasteignaskráningu, veitir ráðgjöf vegna skilta og fleira.
Bókunarkerfið á heimasíðunni er í stöðugri þróun og á næstu mánuðum verður það útvíkkað enn frekar með fleiri möguleikum á tímabókunum hjá ýmsum ráðgjöfum og fulltrúum sem starfa hjá sveitarfélaginu.
Markmið Akureyrarbæjar er að veita notendamiðaða þjónustu á öllum sviðum og með innleiðingu stafrænna lausna er þjónustan bætt enn frekar, skilvirkni aukin og aðgengi að hinum ýmsu þjónustuleiðum bætt til muna.
Smelltu hér til að skoða tímabókunarsíðuna.