Jón Þór Kristjánsson, Tinna Stefánsdóttir, María Neves, Hulda Sif Hermannsdóttir, Ida Eyland Jensdóttir og Sumarliði Helgason.
Vinnustofa fyrir stjórnendur Akureyrarbæjar var haldin á Múlabergi gær, þar sem áherslan var lögð á að rýna í þjónustuviðmið sveitarfélagsins.
Akureyrarbær hefur starfað eftir þjónustustefnu frá árinu 2010, sem var að hluta til innleidd í mannauðsstefnu bæjarins árið 2016. Með stjórnsýslubreytingum árin 2021-2022 var þjónustuhlutverkið gert enn sýnilegra með stofnun þjónustu- og skipulagssviðs. Það svið hefur meðal annars það hlutverk að leiða stafræna umbreytingu í sveitarfélaginu, bæta þjónustuna og tryggja hagkvæma nýtingu fjármuna.
Um 60 stjórnendur tóku þátt í vinnustofunni, sem leidd var af Sigríði Ólafsdóttur frá ráðgjafafyrirtækinu Mögnum.