Betri þjónusta í forgrunni á vinnustofu stjórnenda

Jón Þór Kristjánsson, Tinna Stefánsdóttir, María Neves, Hulda Sif Hermannsdóttir, Ida Eyland Jensdót…
Jón Þór Kristjánsson, Tinna Stefánsdóttir, María Neves, Hulda Sif Hermannsdóttir, Ida Eyland Jensdóttir og Sumarliði Helgason.

Vinnustofa fyrir stjórnendur Akureyrarbæjar var haldin á Múlabergi gær, þar sem áherslan var lögð á að rýna í þjónustuviðmið sveitarfélagsins.

Akureyrarbær hefur starfað eftir þjónustustefnu frá árinu 2010, sem var að hluta til innleidd í mannauðsstefnu bæjarins árið 2016. Með stjórnsýslubreytingum árin 2021-2022 var þjónustuhlutverkið gert enn sýnilegra með stofnun þjónustu- og skipulagssviðs. Það svið hefur meðal annars það hlutverk að leiða stafræna umbreytingu í sveitarfélaginu, bæta þjónustuna og tryggja hagkvæma nýtingu fjármuna.

Um 60 stjórnendur tóku þátt í vinnustofunni, sem leidd var af Sigríði Ólafsdóttur frá ráðgjafafyrirtækinu Mögnum.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan