Aukin fræðsla um umhverfismál

Guðríður Erla Friðriksdóttir sviðstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar og Guðmundur Ha…
Guðríður Erla Friðriksdóttir sviðstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar og Guðmundur Haukur Sigurðarson frá Vistorku undirrita samkomulagið.

Umhverfis-og mannvirkjasvið fyrir hönd Akureyrarbæjar og Vistorka ehf hafa gert með sér samkomulag um samstarf í  umhverfis- og sorpmálum. Markmiðið með samkomulaginu er að skerpa enn frekar á hlutverk Vistorku og áherslu bæjarins í umhverfismálum.


Meðal verkefna sem Vistorka mun samkvæmt samkomulaginu vinna að í samstarfi við umhverfis- og mannvirkjasvið, er vinna við fræðsluefni  er varðar endurvinnslu og flokkun, sem og kynningar um umhverfis- og sorpmál. Vistorka mun sinna markvissri fræðslu í grunnskólum og stofnunum bæjarins m.a. um endurvinnslu, umhverfismál og loftlagsmál.  Vistorka mun einnig vinna að loftlagsverkefni Festu og Akureyrarbæjar  og verkefninu Global Covenant of Mayors for Climat & Energy (Parísarsamkomulagið), þar sem unnið er að útreikningi á kolefnisspori sveitafélagsins.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan