Deiliskipulastillaga - athafnasvæði sunnan Hlíðarfjallsvegar
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að deiliskipulagi fyrir athafnasvæði sunnan Hlíðarfjallsvegar.
Skipulagssvæðið afmarkast af reit sem merktur er AT16 í gildandi aðalskipulagi. Svæðið sem er 7,4 ha að stærð liggur sunnan Hlíðarfjallsvegar og afmarkast af óbyggðum svæðum og græna treflinum. Markmið með skipulagsvinnunni er að skapa svigrúm fyrir uppbyggingu iðngarða, gagnavers og umhverfisvænnar atvinnustarfsemi ásamt því að skoða umferðarleiðir og tengingar inn á svæðið. Uppdráttinn má skoða hér og greinargerðina hér.
Þeir sem þess óska geta kynnt sér deiliskipulagstillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillöguuppdrátt ásamt greinargerð og umhverfismatsskýrslu má nálgast hjá þjónustu- og skipulagssviði í Ráðhúsi Akureyrar frá 6. apríl til 22. maí 2022. Tillagan verður einnig aðgengileg á sama tímabili á heimasíðu bæjarins: www.akureyri.is – neðst á forsíðu undir: Auglýstar skipulagstillögur.
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út 22. maí 2022. Athugasemdum, þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram, má skila með tölvupósti á netfangið skipulag@akureyri.is eða bréfleiðis til þjónustu- og skipulagssviðs í Ráðhúsi Akureyrar, Geislagötu 9, 600 Akureyri.