Alþjóðlega stuttmyndahátíðin Northern Lights - Fantastic Film Festival verður haldin í annað sinn á Akureyri dagana 31. október - 3. nóvember næstkomandi.
Sýndar verða 47 stuttmyndir frá 22 löndum, sem keppa til veglegra vinninga.
Brautryðjandinn John R. Dilwort er heiðursgestur hátíðarinnar í ár, en hann er þekktastur fyrir teiknimyndaseríur sínar eins og Courage the Cowardly Dog, sem slógu í gegn á Cartoon Network um aldamótin. Dilworth fetar þar með í fótspor Christopher Newman, framleiðanda Game of Thrones & Lord of the Rings - Rings of Power, sem var heiðursgestur hátíðarinnar í fyrra.
Hátíðin er studd af Uppbyggingasjóði Norðurlands eystra, Menningarsjóði Akureyrarbæjar og Kvikmyndamiðstöð íslands. Hátíðin fer fram í Menningarhúsinu Hofi.
Nánari upplýsingar á vefnum www.fantasticfilmfestival.is.