Frá opinni smiðju í langspilsleik í Minjasafninu á Akureyri
Ýmis konar smiðjur og vinnustofur hafa einkennt fyrstu þrjár vikur Barnamenningarhátíðar sem stendur fram að mánaðamótum á Akureyri.
Eyjólfur Eyjólfsson heimsótti skóla bæjarins með langspil í farteskinu og lauk sinni ferð með opinni smiðju í Minjasafninu. Þar var einnig haldin orgelsmiðja sem og myndasögusmiðja í Nonnahúsi með Agli Loga Jónassyni. Gilfélagið opnaði myndlistarverkstæði í Deiglunni sem er orðinn árviss viðburður Barnamenningarhátíðar. Á Listasafninu var haldin listasmiðja sem fjallaði um álfa og huldufólk og náttúruna í kringum okkur. Auk þess voru opnaðar tvær nýjar sýningar með verkum barna í Sundlaug Akureyrar og Hofi.
Núna á fimmtudag, sumardaginn fyrsta, verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá í Listasafninu, Deiglunni, Minjasafninu og Hofi. Hápunkti hátíðarinnar verður svo náð með fjölskyldutónleikum Sumartóna þar sem Emmsjé Gauti stígur á stokk.
Á dagskrá næstu daga:
Dagskrá sumardaginn fyrsta:
Hægt er að sjá alla dagskrána á Barnamenning.is.
Við hvetjum við gesti að nota myllumerkið #barnamenningAK
Smellið á myndirnar að neðan til að sjá stærri útgáfur og fletta á milli þeirra.