Akureyrarkirkja 80 ára

Akureyrarkirkja og máninn. Mynd: Eyþór Ingi Jónsson organisti við Akureyrarkirkju og ljósmyndari.
Akureyrarkirkja og máninn. Mynd: Eyþór Ingi Jónsson organisti við Akureyrarkirkju og ljósmyndari.

Í dag eru 80 ár frá því Akureyrarkirkja var vígð en kirkjan var teiknuð af Guðjóni Samúelssyni þáverandi húsameistara ríkisins. Kirkjan er eitt helsta kennileiti Akureyrar og í raun eins konar tákn bæjarins.

Kirkjustæðið þykir eitt það fegursta á landinu. Í kirkjunni er meðal annars steindur gluggi sem lengi var talið að hafi upphaflega verið í dómkirkjunni í Coventry. Líklegra er þó að hann sé úr kirkju í Lundúnum eins og síðar rannsóknir hafa leitt í ljós. Á svölum kirkjuskipsins eru lágmyndir eftir Ásmund Sveinsson. Skírnarfontur kirkjunnar er gerður eftir fyrirmynd Bertels Thorvaldsens.

Í frétt á heimasíðunni Akureyri.net er fjallað ítarlega um vígslu kirkjunnar.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan