Ærslabelgurinn í Hrísey.
Í síðustu viku var tekinn í notkun svokallaður ærslabelgur í Hrísey. Um er að ræða leiktæki sem notið hefur gríðarlegra vinsælda meðal barna jafnt sem fullorðinna í Danmörku og víðar. Ærslabelgurinn er á opnu svæði fyrir neðan Hríseyjarbúðina.
Kaupin á belgnum voru fjármögnuð með peningum sem Akureyrarbær lagði til hverfisráðsins í Hrísey og Ferðamálafélag Hríseyjar, sem um þessar mundir fagnar 10 ára afmæli sínu, lagði einnig 600.000 kr. til kaupanna. Ferðamálafélagið hafði í þessu skyni efnt til söfnunardaga á haustin þar sem selt var vöfflukaffi og kvöldverður gegn vægu gjaldi.
Búast má við að gestir Hríseyjar sem og heimamenn muni njóta þess að leika sér á ærslabelgnum í sumar en ætlunin er að hafa kveikt á honum daglega frá kl. 10-22.