Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 – Tillaga að nýju aðalskipulagi

Tillaga að nýju aðalskipulagi
Tillaga að nýju aðalskipulagi

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar samþykkti þann 5. september 2017 að auglýsa tillögu að Aðalskipulagi Akureyrar 2018 – 2030 skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, ásamt umhverfisskýrslu skv. 7. gr. laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Athugasemdir Skipulagsstofnunar, sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga sem hefur verið tekið tillit til að mestu, eru jafnframt auglýstar samhliða.


Nýtt aðalskipulag tekur til tímabilsins 2018-2030 og er endurskoðun á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018, Aðalskipulagi Grímseyjar 1996-2016 og Aðalskipulagi Hríseyjar 1988-2008. Megin breytingar frá gildandi aðalskipulagi felast í:

  • Þróun byggðar. Áhersla er lögð á þéttingu byggðar og hægt er á útbreiðslu íbúðasvæða til suðurs.
  • Nýtt svæði fyrir grafreiti er skilgreint í Naustaborgum.
  • Tekið er á landnotkunarstefnu Hríseyjar og Grímseyjar.


Með gildistöku nýs aðalskipulags munu ofangreindar aðalskipulasáætlanir, ásamt síðari breytingum, falla úr gildi. Rammahluti aðalskipulags vegna Oddeyrar sem tók gildi 23. nóvember 2017 verður tekinn óbreyttur inn í nýtt aðalskipulag.


Tillagan ásamt umhverfisskýrslu og öðrum fylgigögnum mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, í Grímsey, Hrísey og hjá Skipulagsstofnun frá 1. desember 2017 til 12. janúar 2018. Öll skipulagsgögn eru aðgengileg hér fyrir neða:

Greinargerð

Umhverfisskýrsla

Sveitafélagsuppdráttur

Séruppdráttur - Akureyri

Séruppdráttur - Gímsey og Hrísey

Rammahluti aðalskipulags fyrir Oddeyri

Athugasemdir Skipulagsstofnunar

 

Aðrir uppdrættir úr greinargerð

Íbúðasvæði

Þéttingasvæði

Rafveita

Stígakort

Umferð 2016

Umferðarspá 2030

 


Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til þess að skila inn athugasemdum rennur út kl. 16:00 föstudaginn 12. janúar 2018. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast til skipulagssviðs Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9 eða með tölvupósti: skipulagssvid@akureyri.is. Nafn, kennitala og heimilisfang sendanda skal ávalt koma fram.

 

Haldnir verða þrír kynningafundir þar sem helstu málefni skipulagsins verða tekin fyrir.

  • Þróun byggðar, fimmtudaginn 7. desember kl. 17:00 í Hofi.

mannfjöldi og húsnæðismál, þétting byggðar, verndun húsa og hverfahluta, íþróttasvæði.

Upptaka af fundinum

Kynningarefni, glærur

 

  • Umhverfi og útivist, fimmtudaginn 14. desember kl. 17:00 í Ketilhúsinu, Kaupvangsstræti 8.

útivistarsvæði, græni trefillinn, Glerárdalur og Hlíðarfjall, grafreitir í Naustaborgum.

Upptaka af fundinum

Kynningarefni, glærur

Grafreitir í Naustaborgum, glærur

  • Samgöngur og atvinnulíf, fimmtudaginn 4. janúar kl. 17:00 í Ketilhúsinu, Kaupvangsstræti 8.

staðsetning og svæði fyrir atvinnu, iðnað, verslun og þjónustu, flutningskerfi raforku, ferðaþjónusta, flugsamgöngur, hafnasvæði.

Upptaka af fundinum

Kynningarefni, glærur

 

Grímsey og Hrísey
Kynningarfundir í Grímsey og Hrísey:

Hrísey þriðjudaginn 12. desember kl. 16:00 í Hlein.

Grímsey miðvikudaginn 10. janúar kl. 13:45 í Múla

 

1. desember 2017
Sviðsstjóri skipulagssviðs

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan