Nýja leiksvæðið við Síðuskóla sem var formlega tekið í notkun í október 2023.
Haldið verður upp á 40 ára afmæli Síðuskóla fimmtudaginn 5. september kl. 16 í íþróttahúsi skólans. Að lokinni formlegri dagskrá verður farið í skrúðgöngu um hverfið og loks boðið upp á veitingar í matsal skólans. Allir eru velkomnir.
Fyrstu íbúarnir fluttu í Síðuhverfi í ársbyrjun 1979 og fljótlega var farið að huga að byggingu grunnskóla fyrir hverfið. Ingólfur Ármannsson var settur skólastjóri 1. júní 1984 og kennsla byrjaði þá um haustið. Veturinn 1985-86 var einungis ein kennsluálma við skólann, A-álma. Haustið 1986 bættist syðri hluti B-álmu við. Um miðjan vetur 1987-88 var norður hluti B-álmu (stjórnunarálman) tilbúin og veturinn eftir var lokið við norðurhluta kjallarans. Smíðastofa var ekki í skólanum fyrr en haustið 1989 en fram að þeim tíma var yngri nemendum ekið í smíðatíma niður í Oddeyrarskóla en þeir eldri fengu inni í Glerárskóla.
Hér er saga skólans rakin í grófum dráttum.