Frá Naustaskóla. Mynd: Bjarki Brynjólfsson.
Grunnskólar Akureyrarbæjar voru allir settir í gær, fimmtudaginn 22. ágúst.
Heildarfjöldi nemenda í grunnskólum bæjarins er 2.550 og eru flestir nemendur í Lundarskóla þetta árið, eða 475 nemendur. Þá hófu 213 nemendur skólagöngu sína í 1. bekk í grunnskólum sveitarfélagsins.
Í leikskólum bæjarins eru skráðir 1.038 nemendur. Í haust hefja 276 nemendur aðlögun í leikskólum bæjarins. Flestir nemendur á aldrinum 12-24 mánaða eru í Árholti/Tröllborgum eða 40, í Iðavelli eru 37 nemendur á yngsta aldursbili og í Síðuseli og Holtakoti eru 32 nemendur.
Nú eru fimm leikskólar búnir að ljúka fyrsta innleiðingahring sem réttindaleikskólar Unicef og eru hinir fjórir leikskólarnir að vinna að því að hefja innleiðingu nú í haust.
Giljaskóli og Naustaskóli hafa lokið við innleiðingu réttindaskóla Unicef, þar af hefur Giljaskóli fengið endurviðurkenningu. Stefnt er að allir grunnskólar á Akureyri hefji innleiðingu réttindaskóla fyrir haustið 2025.