Þjóðhátíðardagurinn 17. júní skipar háan sess í hugum Akureyringa sem og allra landsmanna. Mikið er um dýrðir í bænum og hefst hátíðardagskrá klukkan 13 í Lystigarðinum. Þaðan er farið í skrúðgöngu niður í miðbæ þar sem boðið er upp á fjölskylduskemmtun um daginn og svo aftur um kvöldið og fram að miðnætti. Dagskrá lýkur með marseringu nýstúdenta Menntaskólans á Akureyri á torginu um miðnætti.
Dagskrá þjóðhátíðardagsins 2019:
Kl. 13-13.50: Hátíðardagskrá í Lystigarðinum
Lúðrasveit Akureyrar. Stjórnandi: Sóley Björk Einarsdóttir.
Fánahylling og hugvekja. Séra Jóhanna Gísladóttir.
Kvennakór Akureyrar. Stjórnandi: Petra Björk Pálsdóttir.
Ljóðalestur: Anna Kristjana Helgadóttir ungskáld.
Hátíðarávarp: Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri.
Ólafur Traustason syngur og leikur af fingrum fram.
Kl. 14: Skrúðganga frá Lystigarðinum að Ráðhústorgi
Lögregla, Lúðrasveit Akureyrar og Skátafélagið Klakkur leiða gönguna.
Kl. 14-16: Fjölskyldu- og hátíðardagskrá á Ráðhústorgi
Leikhópurinn Lotta kynnir hátíðardagskrána.
Lýðveldiskaka í tilefni 75 ára afmælis lýðveldisins.
Ávarp fjallkonunnar.
Nýstúdent flytur ávarp
Steps Dancecenter
Tónlistaratriði: DayDream, Embla Sól og Anton Líni.
Skátatívolí frá kl. 14-17.
Kl. 17 siglir Húni II um Pollinn. Frítt fyrir alla á meðan skipsrúm leyfir.
Kl. 21 til miðnættis: Kvölddagskrá á Ráðhústorgi
Tónlistaratriði: Særún Elma, Embla Björk, Dana Ýr, Tumi og Birkir Blær.
Vandræðaskáldin gera grín
Hvanndalsbræður halda uppi stuðinu frá kl. 23 til miðnættis.
Kl. 23.30: Marsering nýstúdenta frá Menntaskólanum á Akureyri