Yfirlit auglýsinga

Gróðurskipulag í bæjarlandi Móahverfis

Gróðurskipulag Móahverfis - tillaga að breytingu á deiliskipulagi

Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögur að breytingum á deiliskipulagi með 11 samhljóða atkvæðum og að þær verði auglýstar skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lesa fréttina Gróðurskipulag Móahverfis - tillaga að breytingu á deiliskipulagi
Gránufélagsgata 24

Gránufélagsgata 24 - sala byggingarréttar

Bæjarráð samþykkir að lóðin verði auglýst með útboði til samræmis við fyrirliggjandi útboðsskilmála með þeim breytingum að lágmarksgjald verði kr. 6.000.000 fyrir byggingarrétt.
Lesa fréttina Gránufélagsgata 24 - sala byggingarréttar
Svæðið sem breytingin nær til

Blöndulína 3 - Drög að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar hefur samþykkt að hefja vinnu við breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna Blöndulínu 3 til samræmis við niðurstöðu umhverfismats framkvæmdarinnar.
Lesa fréttina Blöndulína 3 - Drög að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030
Deiliskipulag svæðisins eftir breytingu

Háskólinn á Akureyri - Tillaga að deiliskipulagsbreytingu

Liður 3 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 13. nóvember 2024: Erindi dagsett 31. október 2024 þar sem að Hildur Steinþórsdóttir fh. FÉSTA leggur fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi Háskólans á Akureyri til samræmis við niðurstöður samkeppni um uppbyggingu á stúdentagörðum. Í breytingunni er gert ráð fyrir að byggingarmagn lóðar D hækki úr 5.200 fm í 7.400 fm og að byggingar verði þrjár í stað tveggja. Þá er einnig gert ráð fyrir að fjöldi bílastæða miði við 1 bílastæði á hverjar 5 íbúðaeiningar. Er jafnframt óskað eftir því að lóðagjöld verði reiknuð út frá byggðum fermetrum en ekki út frá hámarksbyggingarmagni lóða. Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi og að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Afgreiðslu varðandi ósk um að gjaldtaka miðist við byggða fermetra en ekki hámarksbyggingarmagn er frestað. Hulda Elma Eysteinsdóttir kynnti. Til máls tóku Andri Teitsson og Jón Hjaltason.
Lesa fréttina Háskólinn á Akureyri - Tillaga að deiliskipulagsbreytingu
Syðri-Skjaldarvík í Hörgársveit til leigu

Syðri-Skjaldarvík í Hörgársveit til leigu

Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar auglýsir til leigu húsnæði í Skjaldarvík í Hörgársveit.
Lesa fréttina Syðri-Skjaldarvík í Hörgársveit til leigu
Við Ráðhústorg er eitt stæði fyrir söluvagn

Langtímaleigusvæði fyrir söluvagna í miðbæ Akureyrar 2025

Í samþykkt Akureyrarbæjar um götu- og torgsölu eru afmörkuð svæði í miðbæ þar sem heimiluð er sölustarfsemi utandyra. Í samræmi við samþykktina er hér með auglýst eftir umsóknum um langtímaleigusvæði fyrir söluvagna í miðbæ Akureyrar fyrir árið 2025. Um er að ræða þrjú stæði fyrir söluvagna á tveim…
Lesa fréttina Langtímaleigusvæði fyrir söluvagna í miðbæ Akureyrar 2025
Endurskoðunin nær meðal annars til svæðisins á milli Hagahverfis og Naustaborga sem afmarkað er með …

Skipulagslýsing vegna endurskoðunar á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030

Bæjarstjórn samþykkir skipulagslýsinguna með 11 samhljóða atkvæðum og að hún verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lesa fréttina Skipulagslýsing vegna endurskoðunar á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030
Svæðið sem breytingarnar ná til

Holtahverfi - ÍB18 - Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 og breyting á deiliskipulagi Holtahverfis norður

Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að aðalskipulagsbreytingu og að hún verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu að deiliskipulagi og að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða auglýsingu aðalskipulagsbreytingar.
Lesa fréttina Holtahverfi - ÍB18 - Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 og breyting á deiliskipulagi Holtahverfis norður
Tillaga að breyttu deiliskipulagi

Þórssvæði - tillaga að breytingu á deiliskipulagi

Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi Þórssvæðis með 11 samhljóða atkvæðum og að breytingin verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lesa fréttina Þórssvæði - tillaga að breytingu á deiliskipulagi
Austursíða 2, 4 og 6

Austursíða 2, 4 og 6 - Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030

Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2024 sbr. bókun í 1. lið fundargerðar bæjarstjórnar 18. júní sl. Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum að breyting á aðalskipulagi sem nær til lóða við Austursíðu 2, 4 og 6 verði auglýst skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Hilda Jana Gísladóttir S-lista situr hjá.
Lesa fréttina Austursíða 2, 4 og 6 - Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030
Gul brotin lína sýnir það svæði sem breytingin nær til

Naust - VÞ13, S24 og OP10 - Niðurstaða bæjarstjórnar

Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2024 sbr. bókun í 1. lið fundargerðar bæjarstjórnar 18. júní sl. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 fyrir svæði sunnan Naustagötu. Jafnframt samþykkir bæjarráð svar og umsögn um innkomna athugasemd.
Lesa fréttina Naust - VÞ13, S24 og OP10 - Niðurstaða bæjarstjórnar