Svæðið sem breytingarnar ná til
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar auglýsir hér með skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030.
Breyting á aðalskipulagi nær til hluta reitar íbúðarbyggðar ÍB18, svæði norðaustan Krossanesbrautar. Reiturinn er tvískiptur en breytingin nær til vestari reitsins til móts við Hlíðarbraut. Breytingin felur í sér að skilmálum fyrir vestari reit íbúðarbyggðar, ÍB18, er breytt þannig að innan reitsins verður einnig heimilt að byggja hjúkrunarheimili auk þjónustu fyrir eldri borgara. Verður uppbyggingin í samræmi við hugmyndafræði um lífsgæðakjarna.
Uppráttinn má nálgast hér.
Samhliða auglýsingu á aðalskipulagsbreytingu er auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi Holtahverfis norður, Akureyri skv. 41. gr. skipulagslaga 123/2010.
Deiliskipulagstillagan nær til lóðarinnar Þursaholts 2-12. Breytingin felur í sér að lóðinni er skipt upp í tvær lóðir, Þursaholt 2 og Þursaholt 4-12 og byggingarreitir breytast. Gert er ráð fyrir hjúkrunarheimili á lóðinni Þursaholti 2 og á lóðinni Þursaholti 4-12 er gert ráð fyrir fjölbreyttum íbúðum fyrir 60 ára og eldri. Heimild er fyrir allt að 600 m2 þjónustumiðstöð á jarðhæð Þursaholts 4-12 og möguleiki er á tengingu við hjúkrunarheimilið. Leyfilegt verður að byggja allt að fjórar hæðir.
Uppdráttinn má nálgast hér.
Tillöguuppdrætti ásamt greinargerð má nálgast hjá þjónustu- og skipulagssviði í Ráðhúsi Akureyrar frá 6. nóvember - 19. desember 2024.
Athugasemdum þar sem nafn, kennitala og heimilisfang kemur fram má skila til þjónustu- og skipulagssviðs í Ráðhúsi, Geislagötu 9 eða í gegnum Skipulagsgátt: Aðalskipulagsbreyting og deiliskipulagsbreyting.
Frestur til að skila inn athugasemdum er veittur til 19. desember 2024