Holtahverfi - ÍB18 - Drög að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030

Svæðið sem breytingin nær til
Svæðið sem breytingin nær til

Akureyrarbær hefur hafið vinnu við breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030. Breytingin felst í því að einnig verður heimilt að byggja lífsgæðakjarna innan vestari reit íbúðarbyggðar ÍB18. Lífsgæðakjarnar eru heiti yfir húsnæði sem er einkum hugsað fyrir eldra fólk þar sem áhersla er á fjölbreytt búsetuform, m.a. hjúkrunarheimili. Áhersla er lögð á fjölbreytta þjónustu í bland við íbúðarhúsnæði fyrir aðra aldurshópa. Markmiðið er að tryggja áhugavert og aðlaðandi umhverfi, samveru og öryggi um leið og komið er til móts við ólíkar þarfir.

Skipulagslýsinguna má nálgast hér og drögin hér.

Íbúar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að kynna sér drögin og senda inn ábendingar í gegnum skipulagsgátt.

Frestur til að senda inn ábendingar er til 12. september 2024.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan