Þórssvæði - tillaga að breytingu á deiliskipulagi

Tillaga að breyttu deiliskipulagi
Tillaga að breyttu deiliskipulagi

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir íþróttasvæði Þórs, Akureyri.

Breytingin felur í sér að gerður verður nýr upphitaður og upplýstur gervigrasvöllur á suðausturhorni svæðisins. Lýsing á keppnisvelli verður ca. 500 lúx á 21-22 metra háum staurum og lýsing á æfingasvæði verður ca. 300 lúx. Gerðir verða nýir stígar bæði austan og vestan við nýjan gervigrasvöll sem liggja frá Boganum í norðri og suður að Glerárskóla og að lokum er gert ráð fyrir nýrri stúku við austurhlið nýja gervigrasvallarins.

Tillöguuppdrátt ásamt greinargerð má nálgast hjá þjónustu- og skipulagssviði í Ráðhúsi Akureyrar frá 6. nóvember - 19. desember 2024. 

Uppdráttinn má einnig nálgast hér.

Ábendingum þar sem nafn, kennitala og heimilisfang kemur fram má skila til þjónustu- og skipulagssviðs í Ráðhúsi, Geislagötu 9 eða í gegnum Skipulagsgátt.

Frestur til að koma ábendingum við skipulagstillöguna á framfæri er veittur til 19. desember 2024

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan