Deiliskipulag svæðisins eftir breytingu
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að breytingu á deiliskipulagi Háskólans á Akureyri vegna nýrra stúdentagarða.
Breytingin felur m.a. í sér að leyfilegt byggingamagn eykst um 2.200 m2, fer úr 5.200 m2 upp í 7.400 m2, heimilt verði að byggja 3 byggingar í stað 2, heimilaðar verði alls 127 íbúðir og að bílastæðakröfur verði lækkaðar í 1 stæði fyrir hverjar 5 íbúðaeiningar. Ef búsetuform breytist innan lóðar falla þessir skilmálar úr gildi og við taka almennir skilmálar Akureyrarbæjar.
Tillöguuppdrátt má nálgast hér og skýringaruppdrátt hér.
Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér tillöguna og senda inn ábendingar í gegnum Skipulagsgátt.
Frestur til að skila inn athugasemdum er veittur til 23. janúar 2025.