Naust - VÞ13, S24 og OP10 - Niðurstaða bæjarstjórnar

Gul brotin lína sýnir það svæði sem breytingin nær til
Gul brotin lína sýnir það svæði sem breytingin nær til

Bæjarráð Akureyrar, í fjarveru bæjarstjórnar, samþykkti þann 29. ágúst 2024 breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 fyrir svæði sunnan Naustagötu.

Breytingin tekur til reita sem merktir eru VÞ13, S24 og OP10 í gildandi aðalskipulagi. Breytingin er meðal annars til komin vegna áforma um að byggja leikskóla á svæðinu en þó hefur staðsetning leikskólans breyst innan svæðisins frá því sem gert er ráð fyrir í gildandi aðalskipulagi. Þá er gert ráð fyrir að breyta hluta af opnu svæði í íbúðarsvæði og/eða verslunar og þjónustusvæði. Einnig er mögulegt að um verði að ræða blanda byggð með þessari landnotkun.

Uppdrátt ásamt greinargerð má nálgast hér

Breytingin hefur fengið meðferð skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu bæjarráðs geta snúið sér til þjónustu- og skipulagssviðs Akureyrarbæjar, Geislagötu 9 eða sent fyrirspurn á netfangið skipulag@akureyri.is

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan