Austursíða 2, 4 og 6 - Drög að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030

Austursíða 2, 4 og 6
Austursíða 2, 4 og 6

Skipulagsráð Akureyrarbæjar kynnir hér með drög að tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin tekur til lóðanna Austursíðu 2, 4 og 6 sem í aðalskipulagi eru fyrir breytingu hluti af AT7. Breytingin felst í því að svæðinu verði breytt úr athafnarsvæði í verslunar- og þjónustusvæði, VÞ24, með heimild fyrir íbúðum á efri hæðum. Íbúðarhúsin mega vera allt að 5 hæðir en kvöð er um verslunar- eða þjónustustarfsemi á jarðhæð. VÞ24 verður við breytinguna 3,9 ha og núverandi AT7 fer því úr 14,1 ha í 10,2 ha eftir breytingu.

Skipulagslýsingu má nálgast hér og skipulagsuppdrátt ásamt greinargerð hér.

Ábendingum þar sem nafn, kennitala og heimilisfang kemur fram má skila til þjónustu- og skipulagssviðs í Ráðhúsi, Geislagötu 9, á netfangið skipulag@akureyri.is eða í gegnum Skipulagsgátt (málsnr. 403/2024).

Frestur til að koma ábendingum við skipulagstillöguna á framfæri er veittur til 12. júlí 2024.

 

Akureyri, 20. júní 2024

Skipulagsfulltrúi

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan