Útboð á hirðu úrgangs við stofnanir Akureyrarbæjar

Fjársýslusvið Akureyrarbæjar óskar eftir tilboðum í hirðu úrgangs fyrir allar stofnanir og deildir Akureyrarbæjar, ásamt umhverfismiðstöðinni eins og nánar er lýst í útboðsgögnum þessum. Um er að ræða daglegan úrgang en einnig úrgang sem fellur til vegna framkvæmda á vegum stofnana sem og úrgang á vegum Akureyrarbæjar t.d. vegna hirðingar opinna svæða. Akureyrarbær er einnig með stofnanir í Hrísey og Grímsey. Akureyrarbær mun beina öllum sínum viðskiptum vegna hirðingu úrgangs stofnana sinna til þess verktaka sem samið verður við.

Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.

Útboðsgögn verða afhent rafrænt á útboðsvef Akureyrarbæjar frá og með mánudeginum 4. nóvember 2024.

Vinsamlegast athugið að nauðsynlegt er að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum þess sem kemur til með að undirrita tilboðið rafrænt fyrir hönd fyrirtækisins, ekki er hægt að notast við Íslykil.

Útboðsgögnin eru aðgengileg sjálfvirkt inn á þjónustugáttinni eftir að búið er að sækja um gögnin og eru þess vegna ekki send til bjóðanda sérstaklega.

Sækja útboðsgögn á þjónustugátt.

Tilboðum skal skila rafrænt á útboðsvef Akureyrarbæjar eigi síðar en kl. 10:50 þann föstudaginn 6. desember 2024.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan