Rekstur skíðaleigu í Hlíðarfjalli

Stjórn Hlíðarfjalls óskar eftir áhugasömum aðilum til að sjá um rekstur á skíðaleigu Hlíðarfjalls. Skíðaleigan er staðsett vestan megin við skíðahótelið og er samansett af 4 – 5 14x20 feta gámum.

Skíðaleigan er með leigubúnað fyrir allt að 400 manns. Leigan býður upp á svigskíðabúnað, brettabúnað, telemark-skíði, „sleddogs“, snjóþrúgur og stigasleða. Í leigunni er einnig vel útbúið verkstæði til að gera við og bera á skíði og bretti.

Um helgar hafa verið fimm starfsmenn við störf og á virkum dögum tveir.

Meðaltekjur af leigu sl. fimm ár eru um 19 m.kr. Áætlað er að skíðasvæði verði opið frá 17. desember 2021 til 30. apríl 2022.

Áhugasamir aðilar skulu skila inn:
• Greinagóðri lýsingu á því hvernig þeir sjá fyrir sér vöru- og þjónustuframboð.
• Rekstraráætlun ásamt upplýsingum um reynslu og fagþekkingu.
• Tillögu að leiguverði og prósentu af veltu.

Tilboð verða metin á grundvelli greinagerðar og leiguverðs fyrir núverandi aðstöðu og búnað, sem og prósentu af veltu sem bjóðandi býðst til að greiða fyrir.

Umbeðnum upplýsingum skal skila til forstöðumanns Hlíðarfjalls fyrir kl. 15:00 mánudaginn 22. nóvember 2021.

Nánari upplýsingar veitir Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður Hlíðarfjalls, netfang: brynjar.helgi@hlidarfjall.is

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan